top of page
DSC07954.jpg
FAGMENNSKA

Við sinnum störfum okkar af metnaði og alúð. Við viljum sjá skóga stækka og dafna á Íslandi og teljum okkur vera að gera góða hluti við umhirðu þeirra. Einnig er það metnaður okkar og markmið að trjáfellingar og snyrtingar séu vel unnar og um fram allt eins örugglega og hægt er. Þessu náum við fram með því að blanda við skógarhöggs reynsluna mismunandi menntun og sérhæfingu, allt frá skógfræðinámi til skyndihjálpar, til klifurs og til sérhæfingar í  línubjörgun.

ÖRYGGI

Við erum vel þjálfaðir í okkar störfum og með mikla reynslu. Við vinnum eftir ströngu áhættumati og höfum alltaf öryggið í fyrirrúmi. Allur okkar búnaður er fyrsta flokks og vottaður eftir evrópskum öryggisstöðlum.

FYRIRTÆKIÐ

Skógarmenn er lítið fyrirtæki sem sérhæfir sig í trjáfellingum og trjásnyrtingum. Hvort sem það eru stök tré í görðum, hreinsun í kringum sumarhús eða grisjanir á skógum.

Fyrirtækið var stofnað 2008 en hafði þá í raun þegar verið starfrækt í tvö ár á kennitölu eigandans. Upphaflega vorum við eingöngu í grisjunum á stærri skógum og gróðursetningu fyrir bændur. Með tímanum þróaðist fyrirtækið út í að sérhæfa sig í grisjunum og erfiðum trjáfellingum þar sem er örðugt aðgengi að trjám eða/og mjög flókið að fella tré.

Fyrirtækið er lítið en vinnur í náinni samvinnu nokkurra félaga sem hafa unnið saman í mörg ár á Íslandi og í Noregi.

IMG_8536.HEIC

Jón Heiðar Rúnarsson

Jón Heiðar Rúnarsson er menntaður rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri en færði sig út í skógrækt fyrir um 15 árum síðan. Hann tók Grænni Skóga námskeiðin á vegum landshlutabundnu skógræktarverkefnanna og hefur unnið við skógarhögg, trjáfellingar og gróðursetningar á Íslandi og í Noregi. Jón Heiðar er auk trjáfellinga sérhæfður í klifri, línuvinnu og björgun úr erfiðum aðstæðum.

DSC01871_edited.jpg

Mates Cieslar
Eigandi og framkv.stjóri

Mates Cieslar er fæddur og uppalinn í skógi vöxnum, austur hluta Tékklands. Faðir hans var skógarhöggsmaður og útskurðameistari með keðjusög. Mates byrjaði að vinna með föður sínum sjö ára gamall og hefur því verið með keðjusög í höndunum meirihluta lífs síns.

Í Tékklandi menntaði Mates sig í viðskiptafræði tengdri landbúnaði við Albrechtova střední skólann

Hann hefur lokið keðjusaga- trjáfellinganámskeiði hjá Skógræktinni ásamt því að vera þjálfaður trjáklifrari og útskurðameistari með keðjusög.

Mates hefur búið í 8 ár á Íslandi og starfað hjá Skógarmönnum frá 2021.

DSC01505.jpg

Bogdan Kosenko

Bogdan er frá Lettlandi og hefur unnið hjá Skógarmönnum frá 2023. 

Hann er menntaður ljósmyndari en er jafnfær á keðjusög og myndavélar.

bottom of page